Júlía

Julie er 22 ára og stundar nám fyrir EUD. Hún var nokkur ár frá námi og því með hálfkláraða gráðu, í  millitíðinni útskrifaðist hún úr meðferðarskólanum. Þegar Julie var 12 ára þá greinist hún með átröskun. Í dag hefur Julie náð fullum bata af lystarstoli en upplifir af og til þunglyndi. Julie gekk til liðs við eitt af íþrótta samtökunum fyrir andlega heilsu, þar hittir hún aðra einstaklinga sem eru að kljást við svipuð einkenni og hún og hlaupa þau saman tvisvar í viku, þetta er lífsnauðsynlegt fyrir Julie til að finna jafnvægi í daglegu lífi. 

Þarfir

 • Þörf fyrir örugga gangsetningu
 • Þurfa ekki að útskýra sig
 • Möguleiki á viðeigandi samning
Gerðu eins og Julie – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Andreas

Andreas er 13 ára sem stundar nám með auka stuðning fyrir einstaka námsgreinar og heimanám. Það er ákveðin áskorun á fjárhag fjölskyldunnar vegna félagsgjaldsins en þau eru þó fegin því að fá frístundarstyrk frá sveitarfélaginu og fengu þau einnig aðstoð vegna æfingabúnaðar. Síðan Andreas byrjaði að æfa tennis hefur hann eignast nokkra vini í liðinu og einnig í skólanum. Það er ekki lengur nauðsynlegt fyrir Andreas að vera með sérstakt samkomulag við þjálfarann um að draga sig fram í sviðsljósið á æfingum. Í dag er Andreas mun öruggari með sig og finnst t.d. lítið mál að sýna hvernig á að framkvæma ákveðnar æfingar þegar þjálfarinn biður um það. 

Þarfir

 • Verður að geta endurspeglað liðið
 • Þörf á félagslegu öryggisneti
 • Þörf á góðum samskiptum við þjálfara
Gerðu eins og Andreas – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Daníel

Daniel er 29 ára og er Boccia leikmaður í parakeppnum og er í úrvalsliði en hann hefur oft tekið þátt á EM og heimsmeistaramótum. Daniel hefur lokið grunnskólaprófi og var hann með aðstoðarmann sem aðstoðaði hann í gegnum grunnskólann, ásamt því var hann með sérstaka aðstoð í prófum. Ástríða Daniels fyrir Boccia byrjaði þegar hann var 16 ára og hann fann að hann vildi hafa aðeins meira félagsnet í kringum sig og var því Boccia fullkomið. Í dag æfir Daniel tvisvar í viku og er í liði þar sem eru bæði einstaklingar með og án fötlunar.

Þarfir

 • Þörf fyrir góðu aðgengi
 • Mögulega líkamleg aðlögun í íþróttinni
 • Möguleg aðstoð á meðan á þjálfun stendur
Gerðu eins og Daníel – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Pétur

Peter er 15 ára, hann byrjaði í hópnámi í byrjun skólagöngu sinnar en var síðar færður yfir í sérbekk. Síðustu 2 ár hefur hann verið í sérskóla fyrir börn og ungmenni með ADHD. Peter hefur getu til að takast á við þau verkefni sem skólinn leggur fyrir hann en það er áskorun fyrir hann að einbeita sér og fylgjast með þeim verkefnum sem lagt er fyrir, sem gerir það erfitt fyrir hann að fylgja áætlun. Það er því einnig áskorun að finna hvaða félagslegu aðstæður og tómstundaiðjur henta best fyrir hann. 

Peter hefur prófað að mæta á fótboltaæfingar með vinum sínum en það gengur því miður ekki. Í fótboltaliði þar sem Peter fær sérstaka aðstoð fær hann nákvæmlega þann stuðning sem hann þarf sem gerir honum kleift að blómstra í íþróttinni – og það finnst honum frábær tilfinning! Peter hefur einnig gaman af því að það er minni hópur úr liðinu sem hittist regluglega utan æfinga og spilar FIFA saman.

Þarfir

 • Að vita hver áætlunin er
 • Þörf fyrir að upplifa árangur
 • Þarf tíma til að aðlagast og venjast nýjum aðstæðum og kröfum
Gerðu eins og Pétur – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Marie

Marie er 9 ára og fer í sérstaka tíma fyrir börn á einhverfurófinu. Það þarf að vera skýrt skipulag og kerfi fyrir Marie til að hún geti tekið fullan þátt í þeim verkefnum sem eru sett fyrir. Marie var því ekki í nokkrum vafa að þetta tiltekna bandý lið væri nákvæmlega fyrir hana þar sem æfingarnar eru mjög vel skipulagðar og snúast um að endurtaka og æfa aftur og aftur – sem Marie er mjög góð í. Liðið er sérstakt lið vegna þess að þar er kunnugleikinn mestur – farið er yfir dagskrána fyrirfram og að minnsta kosti helmingur skipulagsins er eins og síðasta æfing var. Venjulega skipuleggur einnig liðið sína eigin viðburði, sem eru ekki alveg eins stórir og þeir sem eru í félaginu. 

Þarfir

 • Þörf fyrir skýra sjónræna leiðsögn og skipulag
 • Þörf fyrir undirbúning og auðþekkjanleika
 • Þörf fyrir að hafa smá „pláss“ í kringum sig fyrir þjálfun.
Gerðu eins og Marie – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Esma

Esma er 21 árs. Hún hefur áður gengið í sérskóla fyrir börn með almenna námsörðugleika en gengur núna í STU. Lífið er áskorun fyrir Esmu því heimurinn í kringum hana hreyfist aðeins of hratt til að hún geti fylgst með öllu því sem er að gerast. Esma er því mjög ánægð í handboltaliðinu því þar eru allir duglegir við að hjálpa hver öðrum – t.d. ef einhver er í uppnámi eða hefur ekki skorað neitt á æfingu. Ásamt því að mæta á æfingar þá hefur Esma einnig gaman af því að mæta á alla viðburði yfir árið, henni finnst þó allra skemmtilegast að fá árlegu medalíuna sem allir fá á sumarhátíðinni á hverju ári. 

Þarfir

 • Þörf fyrir kunnugleika og endurtekningu
 • Þörf fyrir félagsleg tengsl við þjálfara
 • Þörf fyrir „viðeigandi áskoranir“
Gerðu eins og Esma – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Frederikke

Frederikke er 11 ára og gengur í sérskóla fyrir börn með mikla almenna námsörðugleika. Það getur verið erfitt fyrir Frederikke að tjá nákvæmlega það sem henni finnst, en hún er ekki í neinum vafa þegar tækifæri gefst: Frederikke talaði ítrekað um að bardagalistir væri sín íþrótt! Í dag hefur Frederikke stundað karate í meira en ár og eru nokkrir þættir í þjálfuninni sem Frederikke tekur sjálfstætt þátt í – og svo eru hlutir þar sem yngri þjálfari stígur inn í og leiðbeinir með, en ekki lengur mamma og pabbi sem standa á æfingarmottunni og er Frederikke mjög ánægð með það. Henni finnst mjög gaman að setja á sig gi-ið sitt og fara á karate æfingar. 

Þarfir

 • Þarf stuðning til að framkvæma æfingar
 • Þörf fyrir áþreifanlegar og sjónrænar
 • Þörf fyrir fáar og einfaldar æfingar og einföld fyrirmæli
Gerðu eins og Frederikke – finndu íþróttina þína HÉR
two columns style card

Frederikke 11 år

Karate bardagamaður

Gerðu eins og Frederikke – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Adam

Adam er 10 ára og í sérskóla fyrir börn og ungmenni með fjölfötlun. Fjölskyldan á í erfiðleikum með þátttökugjöld í sundinu því það er þrisvar sinnum dýrara en önnur námskeið, sem betur fer hafa þau fengið aðstoð við að fá félagsgjaldið samþykkt sem aukakostnað hjá sveitarfélaginu. Adam hefur gaman af því að hreyfa sig frjálslega í vatninu, hann hefur ánægju af því að synda og vill helst ekki koma upp úr vatninu. Foreldrar Adams eru ánægðir að Adam sé að læra björgunartækni svo hann geti lært að halda sér á floti í vatninu – jafnvel án aðstoðar! Adam er alltaf með mömmu eða pabba með sér í vatninu, alveg eins og restin af liðinu. Þó þeir séu bara 5 í liðinu þá er alltaf líf og fjör á æfingum með tónlist og hlátri. 

Þarfir

 • Þörf fyrir persónulegan aðstoðarmann
 • Þörf fyrir sérstakt skipulag og stuðning í kringum æfingar
 • Þörf fyrir sérstaka getu á æfingum
Gerðu eins og Adam – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Christopher

Christpoher hefur mjög gaman af fótbolta. Það var hins vegar mjög krefjandi og erfitt fyrir hann að vera hluti af liði. Eftir nokkrar tilraunir í mismunandi knattspyrnufélögum og eftir langan tíma þar sem Christopher gat ekki farið í skóla þá fór Christopher að æfa með knattspyrnufélagi þar sem hann æfði með þjálfara sínum einu sinni í viku, bara þeir tveir. Þarna var lausnin fundin, og í samstarfi við skólann og talsmann fjölskyldunnar þá var samið við félagið að hann myndi vera í 6 mánuði í einstaklingsþjálfun þar sem markmiðið var að aðstoða Christopher við að komast á æfingar með litlum hóp í lok tímabilsins, það tókst eins og til stóð. Eftir örfáa mánuði þá breyttist þjálfunin og varð að litlum hóp þar sem 3 – 4 strákar æfðu saman. Í dag er Christopher hluti af fótboltaliði með 8 öðrum strákum og er alltaf gaman á æfingu hjá þeim. 

Þarfir

 • Þörf fyrir mjög náið samband við þjálfara
 • Þörf fyrir að verða ekki fyrir truflun
 • Þörf fyrir sérstakan ramma og samning í kringum æfingar
Gerðu eins og Christopher – finndu íþróttina þína HÉR
close-icon

Hver ertu?

Veldu íþróttasniðið sem passar
best fyrir þig og finndu íþróttina þína.

two columns style card
two columns style card

Andleg veikindi

Fyrir þá sem þurfa ekki að tjá sig allan tímann og hvar sé pláss til að vera með þegar þú hefur orku til þess.

Hefðbundið lið eða sömu sérþarfir með andleg veikindi og geðhjálp

two columns style card

Félagslegur stuðningur

Fyrir þá sem þurfa aðeins meira utan um hald og skilning innan liðsins, þar sem þú getur haft samkomulag um að fá þá aðstoð sem þú þarft til þátttöku.

Hefðbundið lið með félagslegum stuðning

two columns style card

Líkamleg heilsa og aðlögun

Fyrir þá sem þurfa sérstaka aðlögun til að geta verið virkir þátttakendur í liðinu og íþróttinni

Venjulegur tími eða sömu sérþarfir varðandi hreyfihömlun

two columns style card

Skýr uppbygging í þjálfun

Fyrir þá sem vilja hafa fasta áætlun og skýrar leiðbeiningar

Inn á milli kennslustunda og sérkennslu fyrir t.d. ADHD og einhverfa.

two columns style card

Skýrt skipulag og endurtekningar

Fyrir þá sem vilja hafa fasta áætlun með mörgum endurtekningum, skýrum leiðbeiningum og helst sjónrænum leiðbeiningum líka.

T.d. greindarskerðing í bland við ADHD eða einhverfu.

two columns style card

Nægur tími og viðeigandi stuðningur

Fyrir þá sem þurfa aðstoð og stuðning af og til – hvort sem það er að reima skónna eða rifja upp muninn á vinstri og hægri.

T.d. seinþroska með námsörðugleika

two columns style card

Stuðningur á æfingum

Fyrir þá sem þurfa að fá reglulega leiðsögn í gegnum æfingar áður en einstaklingur getur verið sjálfstæður í þátttöku á æfingum.

T.d. hæg og róleg nálgun við umheiminn með þroskahömlun

two columns style card

Háð aðstoðarmanni

Fyrir þá sem hafa aðstoðarmann í daglegu lífi og þurfa reglulegan stuðning á og eftir æfingar – t.d. ferðir til og frá æfingu og samskipti.

T.d. ef þú ert með fjölfötlun

two columns style card

Einstaklingsþjálfun eða mjög litlir hópar

Fyrir þá sem þurfa að forðast truflun frá öðrum þátttakendum eða sem þarf að leiðbeina rólega inn í félagslegar aðstæður

Til dæmis ósjálfráð forföll í skóla, óæskileg hegðun eða þörf fyrir að vera einn.

Fylgdu okkur á Instagram

@specialsport.dk

Fylgdu okkur hér